Sjálftöku lið landsins.

Það var frétt á RÚV í byrjun september 2010 þar aðalfréttin var um skatta og skattskil íslendinga en það var smá innskot í lok fréttarinnar sem vakti áhuga minn en þá orðaði fréttamaður þetta þannig að þrátt fyrir fall bankana og kreppu þá hefðu svokallað stóreigna fólki fjölgað milli ára. þetta litla innslag hefur verið að valda mér nokkru hugarangri síðan og hef ég oft rætt þetta við vini og vandamenn og hafa sumir kommenterað á það sem ég hafði sagt en einhvern vegin finnst mér að ég verði að setja þetta á vefinn þar sem ég hef nokkuð oft talað fyrir daufum eyrum en síðan haft rétt fyrir mér í ýmsu sem ég hef sagt í gegnum tíðina til að mynda með bankana en þá var ég afgreiddur sem neikvæður þunglyndissjúklingur og vildi bara ekki taka þátt í þessu EINSTAKA undri sem ísland og útrásarvíkingarnir væru nú að skapa  í heiminum verðmæti úr engu,en skítt með það aftur að örfréttinni og kveikjunni að þessum skrifum. Kveikjan er frétt þess efnis að skilanefndarmenn hafi skammtað sér sexmiljónir í laun á mánuði fyrir það eitt að sitja í nefnd, þarna eru væntanlega lögfræðingar og vinir þeirra að víla og díla með eignir okkar í gömlubönkunum og þiggja ofurlaun fyrir sjálfsagt vegna þess að þeir beri mikla ábirgð og allt það kjaftæði sem viðgengst í góðærinu. Nú ætla ég að kasta því fram hvort að það sé nokkur stofnun eða embætti sem fylgist með skipuðum skiptastjórum yfir gjaldþrota fyrirtækjum þessa lands og hvernig þeir, eftir því sem ég hef heyrt, úthluta gæðum fyrirtækja til vina og vandamanna sem síðan eru orðnir STÓREIGNA fólk fyrir vikið. Mér barst til eyrna hræðileg saga af skiptum hjá Vélaver og kem ég kannski til með að skrifa hana hér en það er ekki viturlegt fyrr en ég hef fengið staðfest ýmislegt sem ég heyrði. En það er bjargföst trú mín að helsta ástæða þess að stóreignafólki hafi fjölgað ört hér á landi sé sú að lögfræðingar sem hafa fengið það vald að skipta upp fyrirtækjum landsins eru upp til hópa óheiðalegir og komi undan stórum hluta eigna þeirra fyrirtækja sem þeir sýsla með til vina og vandamanna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Magnús !

Þarna; kemur þú, inn á mikilvæga punkta, í þessarri umræðu, sem allt of oft hefir skort.

Skilanefnda- og slita stjórna dekrið; hefir minnt okkur svo oft á, hversu Heilagleiki- og ósnertanleiki þessa liðs er, svo;; óhugnanlegt má telja, í raun og veru.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús M Gunnbjörnsson
Magnús M Gunnbjörnsson
Áhugamaður um íslenskan landbúnað og lokun á veiði snurvoða-og dragnótabáta í fjörðum á Vestfjörðum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband